Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2017 | 15:00

LET: Lokahringur Valdísar Þóru á Indlandi sá besti!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk í nótt keppni á Hero Women´s Indian Open.

Hún lék á samtals 5 yfir pari, 221 höggi (74 74 73) og lokahringurinn var hennar besti á DFL Golf & Country Club í Nýju Delhi.

Fyrir árangur sinn, að vera jöfn öðrum í 49. sæti hlaut Valdís Þóra € 1,583.55 (u.þ.b. íslenskar krónur 190.000,-).

Það var franski kylfingurinn Camille Chevallier sem vann mótið á samtals 12 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Hero Women´s Indian Open með því að SMELLA HÉR: