Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2017 | 12:00

Kynningarmyndskeið Golf Channel m/ Ólafíu Þórunni

Golf Channel var nú nýlega með flott myndskeið til kynningar á einum nýliðanum á LPGA mótaröðinni: Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur.

Myndskeiðið er í greinaflokki sem nefnist: „Fresh faces of the LPGA Tour.“

Í myndskeiðinu segist Ólafía m.a. vilja sýna öllum hversu fallegt Ísland er og er það því ágæt landkynning.

Þulurinn í myndskeiðinu segir að nú í vikunni þar sem LPGA heldur mót til að fagna frumkvöðlum sínum, þ.e. Bank of Hope Founders Cup, þá megi segi að Ólafía Þórunn sé í raun einnig frumkvöðull, þar sem hún sé fyrsti kylfingurinn frá Íslandi á LPGA.

Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: