Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2017 | 14:00

Kate Upton tekur þátt í Tiger Jam

Kate Upton 24 ára, er þekkt fyrir ýmislegt m.a. er hún módel og leikkona. Sem módel hefir hún m.a. birtst í bikíniblaði SI (Sports Illustrated) og hún hefir leikið í ýmsum auglýsingum vestra.

Varla er til kynþokkafyllri hamborgaraauglýsing en sú sem hún lék í fyrir Carl´s Jr. and Harder´s hamborgarastaðinn og sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Þekktust er Kate Upton sem bikinímódel

Þekktust er Kate Upton sem bikinímódel

Nú hefir Upton þegið boð Tiger um að taka þátt í góðgerðargolfmótinu Tiger Jam at MGM Grand, en þar er hún sérlegur gestur Tiger.

Á Twitter síðu Kate Upton má þannig lesa:

„Golf. Play. Party. Repeat. Excited for #TigerJam benefiting @twfoundation http://bit.ly/2p2n6H1 #ad“

(Lausleg þýðing: Golf. Spil. Partý. Endurtekning. Hlakka til að taka þátt í #TigerJam til styrktar @twfoundation http://bit.ly/2p2n6H1 #ad“).