Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 12:00

Justin Rose sæmdur MBE

Í gær, 11. október 2017,  var enski kylfingurinn frábæri Justin Rose sæmdur MBE orðunni úr hendi Vilhjálms Bretaprins, fyrir störf í þágu golfíþróttarinnar.

MBE stendur fyrir: The Most Excellent Order of the British Empire og er orða sem er veitt þeim sem hefir auðgað breskar listir, vísindi, sinnt góðgerðarmálum eða stutt velferðarstofnanir eða unnið störf í þágu bresks almennings. Orðan var fyrst veitt 4. júní 1917, þ.e. fyrir 100 árum af Georg konungi V.

MBE orðan

MBE orðan

Rose heitir fullu nafni Justin Peter Rose, fæddur 30. júlí 1980 og er því 37 ára.

Á Twitter vef Rose mátti sjá meðfylgjandi mynd ásamt eftirfarandi texta:

Amazing to share this MBE ceremony with these 3 lovely ladies who have supported me through the years!

(Lausleg þýðing: „ Ótrúleg upplifun að deila þessari MBE athöfn með þessum 3 yndislegu konum sem hafa stutt mig í gegnum árin!„)

Konurnar þrjár sem Rose var að vitna til og eru á myndinni með honum eru eiginkona hans, móðir og systir.