Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2017 | 20:00

Jimmy Walker með Lyme sjúkdóminn

Það var sjokkerandi þegar Dustin Johnson (DJ) varð að draga sig úr Masters risamótinu vegna þess að hann datt í húsi, sem hann hafði tekið á leigu í Atlanta.

En það er ekki aðeins DJ, sem er að fást við heilsufarsleg vandamál; Jimmy Walker sem átti að spila fyrstu 2 hringina við DJ á Augusta Nation var greindur með Lyme sjúkdóminn.

Það er bakterían Borrelia burgdorferi, sem veldur sjúkdóminum borrelíósu eða Lyme-sjúkdómi í mönnum. Bakterían berst í menn eftir bit skógarmítils (Ixodes ricinus í Evrópu, Ixodes scapularis og pacificus í Bandaríkjunum) þegar hann nærist á blóði.

Eftir bit sem leiðir til sýkingar getur myndast húðroði (erythema migrans,) sem dreifir sér í hring út frá bitinu  Tekið getur 3–30 daga fyrir húðroðann að dreifa sér.

Fljótlega getur farið að bera á þreytu, hita, hrolli og höfuðverk ásamt vöðva- og liðverkjum sem varað geta vikum saman. Útbreidd sýki verður þegar bakterían dreifir sér um líkamann og sest að í húð, miðtaugakerfi, hjarta eða liðum. Þetta getur gerst vikurnar eftir sýkingu ef ekki er gefin meðferð. Venjulega gengur þó sýkingin yfir eftir einhverjar vikur eða mánuði þótt engin meðferð sé veitt. Fyrir kemur að sýkingin valdi viðvarandi liðbólgum. Sjaldgæfir fylgikvillar eru minnisleysi, síþreyta og hjartsláttartruflanir sem haldast þótt bakterían hafi verið upprætt.

Walker varð glaður eftir að hafa fengið greiningu því, sem amaði að honum; þar með var komin skýring á ofþreytu hans, sem hann hefir verið að berjast við á undanförnum mánuðum.

Ég held ég hafi verið með hann (sjúkdóminn) um stund nú. Mér hefir í raun ekki liðið vel síðan á Þakkargjörðarhátíðinni.“

Walker sagði blaðamönnum þetta á blaðamannafundi fyrir Valero Texas Open.

Hversu lengi ég er búinn að vera með  sjúkdóminn veit ég ekki. Mér hefir bara ekki liðið vel. Þannig að ég hef talað við lækna, og hef verið að reyna að finna út hvað þurfi að gera og hvaða lyf þurfi að taka til að beina mér í rétta átt.“

Í grunninn er þetta bara eins og að vera með flensu. Maður hefir enga orku, alls enga,“ bætti Walker við sem hélt fyrst að hann væri með sjúkdóminn mononucleosis.

Þetta kemur og fer í bylgjum. Maður veit aldrei hvenær þetta poppar upp.“

Walker lauk keppni T-18 á Masters. Kona hans Erin birti eftirfarandi eftir risamótið:

Walker er bara með einn topp-10 árangur í 12 mótum sem hann hefir tekið þátt í þetta keppnistímabil þ.e. (hann varð) T-9 á SBS Tournament of Champions í janúar. Þrátt fyrir líkamlega þrautir hans hefir honum tekist 7 sinnum í röð að komast í gegnum niðurskurð.

Mót vikunnar á PGA Tour má eiginlega segja að sé leikið á heimavelli Walker, sem býr í San Antonio. Hann sigraði í mótinu 2015.

„Ég er tilbúinn að koma aftur með fulla orku og mér líður vel,“ sagði Walker, sem bætti við að hann biði enn eftir niðurstöðum rannsókna, til að ákveða frekari meðferð.

Ég leik mér við börnin mín eins og þau vilja að leikið sé við þau og ég fer ekki heim og mér líður bara eins og nýslegnum túskildingi. Ég er tilbúinn í slaginn.“