Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2018 | 23:00

Jerry Anderson látinn

Jerry Anderson, fyrsti Kanadamaðurinn til þess að sigra á Evróputúrnum er látinn.

Andreson fæddist 22. september 1955 í Montreal og því aðeins 62 ára þegar hann lést.

Hann hlaut frægð þegar hann varð eins og segir fyrsti Kanadamaðurinn til að sigra á Evróputúrnum, en það gerðist 1984 á  the Ebel European Masters — Swiss Open.

Hann var á samtals heildarskori upp á 27 undir pari, sem var met þar til Ernie Els náði að vera á 29 undir pari á Johnnie Walker Classic 2003.

Frækinn sigur Anderson var ungum kanadískum kylfingum innblástur og hann sjálfur þeim fyrirmynd.

Anderson keppti á PGA Tour árin 1990 og 1992 og sigraði á móti Nationwide Tour (undanfara Web.com Tour) sem bar heitið Ben Hogan Texarkana Open árið 1991. Anderson var einnig fulltrúi Kanada á Alfred Dunhill Cup árið 1985 og í heimsbikarnum  1983, 1987, og 1989.

Alls sigraði hann 11 sinnum á atvinnumannamótum; 1 sinni á Evróputúrnum, 1 sinni á Nationwide Tour og 9 sinnum á kanadíska PGA.