Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 08:00

Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í 18. sæti á EM

Íslenska kvennalandsliðið tók þátt í EM í liðakeppni dagana 11.-15. júlí s.l., en EM kvenna fór fram í Montado Resort í Portúgal.

Fyrstu tvo keppnisdagana var spilaður höggleikur og þar hafnaði íslenska kvennalandsliðið í 18. sæti af 19 þátttökuþjóðum.

Liðin sem urðu í 1.-8. sæti kepptu síðan um Evrópumeistaratitilinn í 3 daga holukeppni og Evrópumeistari í liðakeppni 2017 er lið Englands skipað þeim: Liönnu Bailey, Gemmu Clews, Indiu Clyburn, Alice Hewson,  Sophie Lamb og Rochelle Morris. 

Liðin í 9.-16. sæti í höggleiknum kepptu í B-riðli og liðin í 17.-19. sæti kepptu í C-riðli.

Íslenska kvennalandsliðið keppti því í C-riðli og hóf holukeppnina á því að sigra lið Portúgal á fimmtudaginn 13. júlí s.l. nokkuð sannfærandi eða 3,5 & 1,5.

Daginn eftir eða á Bastilludaginn, föstudaginn 14. júlí keppti íslenska kvennalandsliðið gegn lið Finnlands og tapaði 4&1.

Niðurstaðan er því að íslenska kvennalandsliðið hafnaði í 18. sæti á EM í liðakeppni.

Íslenska kvennalandsliðið var skipað þeim Önnu Sólveigu Snorradóttur, GK; Berglindi Björnsdóttur, GR; Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK; Helgu Kristínu Einarsdóttur, GK, Ragnhildi Kristinsdóttur, GR og Sögu Traustadóttur, GR.

Sjá má lokastöðuna í EM liðakeppni kvenna með því að SMELLA HÉR: