Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 15:00

Íslenska karlalandsliðið hafnaði í 12. sæti á EM í liðakeppni

Þann 11.-15. júlí fór fram EM í liðakeppni karla og fór mótið fram í Diamond CC í Austurríki.

Fyrstu tvo dagana var spilaður höggleikur og var íslenska karlalandsliðið í 11. sæti eftir dagana tvo.

Við tók 3 daga holukeppni. Í fyrstu viðureigninni vann Ísland, Belgíu með 3,5 vinningi gegn 1,5.

Í annarri viðureigninni 14. júlí tapaði íslenska karlalandsliðið naumt gegn heimamönnum, liði Austurríkis 3&2.

Og eins fór í lokaviðureigninni gegn Tékkum í gær, 15, júlí; Ísland tapaði aftur 3&2 og tólfta sætið staðreynd.

Íslenska karlalandsliðið á EM í liðakeppni var skipað þeim: Aron Snæ Júlíussyni GKG; Bjarka Péturssyni, GB; Fannari Inga Steingrímssyni, GHG; Gísli Sveinbergssyni, GK; Henning Darra Þórðarsyni, GK og Rúnari Arnórssyni, GK.

Sjá má lokastöðuna á EM karla í liðakeppni með því að SMELLA HÉR: