Sigurður Már Þórhallsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2017 | 21:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (3): Sigurður Már Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki (17-18 ára)

Íslandsmótið í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík, dagana 16.-18. júní 2017.

Alls tóku um 130 keppendur þátt og fóru úrslitaleikirnir fram í dag.

Aðstæður voru nokkuð krefjandi í Grindavík á góðum keppnisvelli.

Í piltaflokki (17-18 ára) varð Sigurður Már Þórhallssson, GR, Íslandsmeistari í holukeppni.

Sigurður Már, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki (17-18 ára) f.m. Mynd: GSÍ

Arnór Snær, GHD, 3. sæti; Sigurður Már, GR, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki (17-18 ára)  f.m. og Ragnar Már, GM, 2. sæti t.h.   Mynd: GSÍ

Úrslit urðu eftirfarandi:

17-18 ára piltar:
1. Sigurður Már Þórhallsson, GR.
2. Ragnar Már Ríkharðsson, GM
Sigurður Már sigraði 1/0.
3. Arnór Snær Guðmundsson, GHD.
4. Ingvar Andri Magnússon, GR.
Arnór sigraði 2/0.