Kinga Korpak, GS. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2017 | 18:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (3): Kinga Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki

Íslandsmótið í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík, dagana 16.-18. júní 2017.

Alls tóku um 130 keppendur þátt og fóru úrslitaleikirnir fram í dag.

Aðstæður voru nokkuð krefjandi í Grindavík á góðum keppnisvelli.

Í stelpuflokki 14 ára og yngri varð Kinga Korpak, GS Íslandsmeistari í holukeppni.

Íslandsmeistarinn í holukeppni í stelpuflokki, Kinga Korpak (f.m.)

Íslandsmeistarinn í holukeppni í stelpuflokki, Kinga Korpak (f.m.)

Úrslit 14 ára og yngri stelpur:
1. Kinga Korpak, GS
2. Eva María Gestsdóttir, GKG
Kinga sigraði 1/0
3. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
4. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, GR.
Perla sigraði 5/4.