Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2017 | 19:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (3): Flosi Valgeir Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki

Íslandsmótið í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík, dagana 16.-18. júní 2017.

Alls tóku um 130 keppendur þátt og fóru úrslitaleikirnir fram í dag.

Aðstæður voru nokkuð krefjandi í Grindavík á góðum keppnisvelli.

Í strákaflokki 14 ára og yngri varð Flosi Valgeir Jakobsson, GKG,  Íslandsmeistari í holukeppni.

Úrslit urðu eftirfarandi:

14 ára og yngri strákar:
1. Flosi Valgeir Jakobsson, GKG
2. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR
Flosi sigraði 6/5.
3. Sveinn Andri Sigurpálsson, GM
4. Böðvar Bragi Pálsson, GR.
Sveinn Andri sigraði 3/1