Helga Kristín Einarsdóttir, NK varð í 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni 2014 í stúlknaflokki. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2017 | 08:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (3): Helga Kristín Íslandsmeistari í holukeppni stúlkna (19-21 árs)

Íslandsmótið í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni hófst föstudaginn, 16. júní 2017,  á Húsatóftavelli hjá Golfklúbbi Grindavíkur.

Gríðarlega góð þátttaka var í mótinu og voru þátttakendur um 130.

Á föstudaginn fór fram höggleikur og efstu keppendurnir í hverjum flokki komust áfram í sjálfa holukeppnina sem hófst snemma á laugardag.

Í stúlknaflokki 19-21 árs voru keppendurnir aðeins 2: Helga Kristín Einarsdóttir, GK og Laufey Jóna Jónsdóttir, GS.

Lauk viðureignum þeirra þannig að Helga Kristín stóð uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni stúlkna 19-21 árs, 2017.