Egill Ragnar Gunnarsson, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2017 | 17:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (3): Egill Ragnar Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki (19-21 árs)

Íslandsmótið í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík, dagana 16.-18. júní 2017.

Alls tóku um 130 keppendur þátt og fóru úrslitaleikirnir fram í dag.

Aðstæður voru nokkuð krefjandi í Grindavík á góðum keppnisvelli.

Í piltaflokki 19-21 árs varð Egill Ragnar Gunnarsson, GKG Íslandsmeistari í holukeppni.

F.v.: Axel Fannar, GL, 3. sæti; sigurvegarinn Egill Ragnar, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 19-21 árs; Björn Óskar, GM 2. sæti. Mynd: GSÍ

F.v.: Axel Fannar, GL, 3. sæti; sigurvegarinn Egill Ragnar, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 19-21 árs; Björn Óskar, GM 2. sæti. Mynd: GSÍ

Úrslit urðu eftirfarandi:

19-21 árs piltar:
1. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG
2. Björn Óskar Guðjónsson, GM
Egill sigraði 3/2 í úrslitaleiknum
3. Axel Fannar Elvarsson, GL
4. Birgir Björn Magnússon, GK.
Axel sigraði á 20. Holur í bráðabana.