Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2017 | 23:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (3): Dagbjartur Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki (15-16 ára)

Íslandsmótið í holukeppni á Íslandsbankamótaröðinni fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík, dagana 16.-18. júní 2017.

Alls tóku um 130 keppendur þátt og fóru úrslitaleikirnir fram í dag.

Aðstæður voru nokkuð krefjandi í Grindavík á góðum keppnisvelli.

Í drengjaflokki (15-16 ára) varð Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, Íslandsmeistari í holukeppni.

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki f.m. Mynd: GSÍ

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki f.m. Mynd: GSÍ

 

Úrslit: 

15-16 ára drengir:
1. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
2. Andri Már Guðmundsson, GM
Dagbjartur sigraði 4/3.
3. Tómas Eíríksson Hjalteted, GR
4. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV.
Tómas sigraði 1/0.