Par-3 17th on TPC Sawgrass – one of Haukur Örn´s favorite golfcourses outside of Iceland
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2017 | 18:00

Irma fór illa með 17. á TPC Sawgrass

Par-3 eyjaflötin á 17. holu TPC Sawgrass er ein af frægustu golfflötum heims.

Meðan Players mótið, sem oft er nefnt 5. risamót í karlagolfinu, fer þar fram á hverju vori, eru allstaðar upplýsingar með skor topp-kylfinga heims á þessari frægu holu.

Sl. sunnudag fengu Ponte Vedra Beach í Flórída og Jacksonville að kenna á hvirfilvindinum Irmu.

Eftir að hvirfilvindurinn fór þar um er eyjaflötin næstum óþekkjanleg, hálfsokkin í tjörnina sem umvefur hana.

Samt er eyðilegging eyjaflatarinnar ekkert miðað við örlög margra á Jacksonville-svæðinu.

Hér má sjá hvernig eyjaflötin fræga lítur út þegar Players fer fram til samanburðar við aðalmynd í fréttaglugga:

Eyjaflöt par-3 17. brautar TPC Sawgrass

Eyjaflöt par-3 17. brautar TPC Sawgrass