Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2018 | 02:00

Hver er kylfingurinn Corey Connors?

Kanadíski kylfingurinn Corey Connors, 25 ára, er efstur á Valspar mótinu í hálfleik, en Valspar er mót vikunnar á PGA Tour.

Connors er ekki meðal þekktustu kylfinga og með ólíkindum að hann, nýliðinn á PGA Tour eigi 2 högg á sjálfan Tigerinn, ásamt öðrum frábærum kylfingum eins og Brandt Snedeker og Paul Casey.

Hver er kylfingurinn kunna sumir að spyrja?

Þeir sem lesa Golf 1 að staðaldri ættu að muna eftir Connors. Hann var t.a.m. einn af áhugamönnum, sem fékk að spila á Masters risamótinu 2015 – þar spáði Golf 1 því að við ættum eftir að heyra meira um þennan frábæra kylfing sem Connors er – Sjá frétt Golf 1 frá 2015 með því að SMELLA HÉR: 

Annað er að Connors er tiltölulega nýútskrifaður frá Kent State, lék með liði skólans í bandaríska háskólagolfinu líkt og þeir Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergs, GK eru að gera um þessar mundir.

Golf 1 hefir líka svo til nýlokið við að kynna Connors sem einn af nýju strákunum á PGA Tour, en hann komst inn á túrinn í gegnum Finals og má því rifja upp kynninguna á Connors með því að SMELLA HÉR: