Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2018 | 10:00

Hús Elínar Nordegren til sölu f. $49,5 milljónir

Elin Nordegren, fyrrum eiginkona Tiger Woods hefir augllýst glæsihýsi sitt á North Palm Beach í Flórída til sölu fyrir litlar $49.5 milljónir.

Eignin er 25,878 ferfet með 11 svefnherbergjum, 15 baðherbergjum og 3 hálfbaðherbergjum.

Hús Elínar er í Seminole Landing, vernduðu umhverfi (ens. gated community) þ.e. það er vörður við hlið, sem hefir gát á hver fer inn og út um svæðið.

Eignin er næst við Seminole golfklúbbinn.

Stærð eignarinnar er 1,4 ekrur og húsið sjálft á við 8 meðalheimili Bandaríkjamanna.

Það er aðeins um 70 m frá Atlantshafinu.

Elín keypti húsið á sínum tíma fyrir $ 4,5 milljónir en hefir varið um $ 20 milljónum í að gera húsið upp … og nú þegar því er lokið vill hún losna við það með um 50% hagnaði!