Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2017 | 21:00

GOS: Aron Emil Gunnarsson golfkarl ársins 2017

Aron Emil Gunnarsson var valin golfkarl ársins á Aðalfundi GOS

Aron Emil Gunnarsson er golfkarl ársins hjá Golfklúbbi Selfoss fyrir árið 2017

Aron spilaði á Íslandsbankamótaröð GSÍ í sumar og stóð sig mjög vel í flokki 15 -16 ára og endaði í 7 sæti í Íslandsbankamótaröð GSÍ.

Aron spilaði í fyrsta skipti í meistaraflokki í Íslandsmóti golfklúbba og spilaði frábærlega og stimplaði sig inn sem algjör framtíðarmaður í sveit GOS.

Aron hefur sýnt framfarir með elju við æfingar og jákvætt viðhorf til íþróttagreinarinnar.

Hann hefur einnig verið góður félagsmaður og sýnt fyrirmyndar framkomu í hvívetna.

Aron Emil var valin í afrekshóp GOS fyrr á árinu en því miður urðu landsliðsverkefni engin.