Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2018 | 12:00

Golf valið leiðinlegasta íþróttin af Bretum

Í nýrri skoðanakönnun YouGov var golf valið leiðinlegasta íþróttin af aðspurðum Bretum.

YouGov skoðanakönnunarfyrirtækið spurði almenning um 17 íþróttir og bað um að þær yrðu flokkaðar í 3 flokka: mjög/ansi leiðinlegar; hvorki leiðinlegar né skemmtilegar og í þriðja lagi mjög/ansi skemmtilegar.

Þegar niðurstöður eru kannaðar voru aðeins 5 íþróttir sem Bretum fundust mjög eða ansi skemmtileg þ.e. frjálsar, tennis, fimleikar, rugby og fótbolti.

Á óvart kemur að 70% þátttakenda völdu golf sem mjög/ansi leiðinlega íþrótt og hlaut golfið flest atkvæði í þessum flokki.

Aðrar íþróttir í þeim flokki þ.e. mjög /ansi leiðleg voru: bandarískur fótbolti (59%); krikkett (58%), pílur (58%)og snóker (57%).

Það sem einnig kom á óvart var að 40% aðspurðra fannst fótbolti leiðinlegur.

Hér að neðan má sjá niðurstöður könnunarinnar grafískt: