Magnús Birgisson, golfkennari hjá MP Academy í Oddinum. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2017 | 17:00

GO: Magnús Birgisson hættir golfkennslu hjá GO – hefur golfkennslu á Vesturlandi!

Á heimasíðu Golfklúbbsins Odds (GO) má lesa kveðju ástsæls golfkennara, Magnúsar Birgissonar, sem gegnt hefir golfkennslu við klúbbinn til fjölda ára.

Segir þar að hann muni hætta hjá GO en hefja golfkennslu á Vesturlandi.

Hér er kveðja Magnúsar:

Kveðja til félaga.

Góðir félagar, vinir og nemendur, ég vil þakka fyrir mig. Í meira en áratug hef ég verið félagi í GO og starfað sem golfkennari klúbbsins. Ég hef átt hér frábær ár með góðum félögum, vinum og nemum. Ég hef nú þegið starf við golfkennslu á Vesturlandi, Borgarbyggð og Snæfellsnesi. Það er ný áskorun sem mér finnst spennandi glíma. Ég yfirgef Oddinn með hlýju, þakklæti og virðingu. Gangi ykkur öllum vel og megi gleðin ríkja um allan völl.

Með bestu kveðju, Magnús Birgisson golfkennari.