Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2017 | 10:00

Gleðilegt sumar 2017!

Í dag er frídagur, Sumardagurinn fyrsti og engin golfmót á dagskrá vegna veðurs, hvassviðris, rigningar og slyddu og reyndar snjókomu á Bolungarvík.

Það er af sem áður var, en í fyrra voru 4 opin mót á dagskrá á Sumardaginn fyrsta og eitt innanfélagsmót. Eftirfarandi mót voru á dagskrá í fyrra:

GS Opna Sumarmót GS Almennt
GHR Vorkoma Höggleikur með forgjöf Innanfélagsmót
GÞ Opna Hótel Selfoss Punktakeppni Almennt
GM *****Opna Sumarmót GM og Golfbrautarinnar***** Punktakeppni
GHG Jaxlamót Punktakeppni Almennt

Sumardaginn fyrsta 2015 voru hins vegar líkt og nú engin golfmót á dagskrá vegna óvenjuharðs vetrar 2014-2015.

Skyldu oddatöluár vera eitthvað verri varðandi golfmótahald Sumardaginn fyrsta?

Vonandi er að golfsumarið 2017 verði öllum gott og skemmtilegt.

Golf 1 óskar öllum kylfingum eftirminnilegs golfsumars með mörgum yndislegum golfhringjum og tilheyrandi forgjafarlækkunum! Megið þið öll ná takmarki ykkar í sumar!!!