Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2017 | 10:00

GKB: Magnús Þór fékk ás (albatross) á par-4 holu!

Magnús Þór Haraldsson, félagi í GKB, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 6. braut, sem er par-4 braut á Kiðjabergsvelli í fyrradag, föstudaginn 8. september 2017.

Þetta er jafnframt albatross og ekki á hverjum degi sem kylfingar ná slíku höggi.

Brautin er 222 metrar, öll upp í móti.

Golf 1 óskar Magnúsi innilega til hamingju með draumahögg allra kylfinga!!!