Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 06:00

GKB: Haraldur fór holu í höggi

Haraldur Þórðarson, GKB, fór holu í höggi á meistaramóti GKB, sem lauk í gær.

Ásinn fékk Haraldur á 2. degi meistaramótsins, fimmtudaginn 13. júlí á 12. holu Kiðjabergsvallar.

Tólfta holan er par-3, 133 m af gulum teigum.

Haraldur varð í 2. sæti í meistaraflokki karla á meistaramótinu í gær.

Golf 1 óskar Haraldi innilega til hamingju með draumahöggið!