Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 10:00

GKB: Áslaug og Rúnar Óli klúbbmeistarar GKB 2017

Meistaramót Golfklúbbsins í Kiðjabergi fór fram dagana 12.-15. júlí og lauk í gær.

Rúnar Óli Einarsson er klúbbmeistari karla hjá Golfklúbbi Kiðjabergs 2017 og er þetta í annað sinn sem hann fagnar titlinum. Rúnar lék lokahringinn á 75 höggum sem var besta skorið á hring í mótinu. Haraldur Þórðarson, sem var með forystu fyrir lokahringinn, varð annar eftir að hafa leikið lokahringinn á 85 höggum. Sturla Ómarsson varð þriðji, aðeins einu höggi á eftir Haraldi.

Áslaug Sigurðardóttir varð klúbbmeistari kvenna og hafði þar nokkra yfirburði, var 7 höggum á undan Theodóru Stellu Hafsteinsdóttur sem varð önnur. Þuríður Ingólfsdóttir varð þriðja, aðeins einu höggi á eftir Theodóru.

Veðrið á lokadaginn, í gær, var það besta af þessum 4 keppnisdögum. Allir voru sammála um að mótið hafi verið vel heppnað og völlurinn í frábæru standi þrátt fyrir nokkra úrkomu flesta mótsdagana.

Úrslitin í fjögurra daga mótinu má sjá hér fyrir neðan.

Karlar = 0 – 7.5
1 Rúnar Óli Einarsson GKB 84 78 80 75 = 317
2 Haraldur Þórðarson GKB 80 76 80 85 = 321
3 Sturla Ómarsson GKB 87 77 80 78 = 322
4 Snorri Hjaltason GKB 93 87 91 82 = 353

Karlar = 7,6-14.4
1 Pálmi Þór Pálmason GKB 91 84 84 81 = 340
2 Pálmi Örn Pálmason GKB 90 83 90 84 = 347
3 Gunnar Þorláksson GKB 89 89 86 87 = 351
4 Jóhann Ásgeir Baldurs GKG 91 90 101 93 = 375
5 Ingvi Þór Elliðason GKB 101 92 101 90 = 384
6 Börkur Arnviðarson GKB 117 97 102 101 = 417

Karlar = 14.5-18,1
1 Magnús Haukur Jensson GKB 89 87 87 92 = 355
2 Valdimar Róbert Tryggvason GKB 92 88 97 91 = 368
3 Ágúst Friðgeirsson GKB 95 93 101 99 = 388
4 Jens Magnús Magnússon GKB 102 91 101 96 = 390
5 Karl Þráinsson GR 99 100 94 98 = 391
6 Þórhalli Einarsson GKB 101 91 97 102 = 391
7 Bjarni B Þorsteinsson GKB 93 95 112 103 = 403
8 Þórólfur Jónsson GR 105 102 105 105 = 417

Konur 0-20,4
1 Áslaug Sigurðardóttir GKB 98 93 91 96 = 378
2 Theodóra Stella Hafsteinsdóttir GKB 100 93 99 93 = 385
3 Þuríður Ingólfsdóttir GKB 102 93 102 89 = 386
4 Guðný Kristín S Tómasdóttir GKB 101 99 101 96 = 397
5 Ragnheiður Karlsdóttir GKB 102 94 107 99 = 402
6 Unnur Jónsdóttir GKB 106 98 105 108 = 417

Karlar = 18,2-36 (punktakeppni)
1 Árni Sveinbjörnsson GKG 30 36 28 35 = 129
2 Jörgen Albrechtsen GK 22 44 40 23 = 129
3 Karl Viggó Karlsson GKB 34 31 30 32 = 127
4 Baldvin Guðmundsson GKB 26 30 32 28 = 116
5 Pálmi Kristmannsson GKB 25 30 32 26 = 113
6 Bergur Sandholt GR 27 34 26 24 = 111

Konur 20.5 – 36 (Punktakeppni):
1 Inga Dóra Sigurðardóttir GKB 28 28 31 36 = 123
2 Sigrún Ragnarsdóttir GK 2 18 33 27 27 = 105
3 Gunnhildur Sif Valgarðsdóttir GKB 23 8 26 23 23 = 80

Allir kvenþátttakendur í meistaramóti GKB 2017 - 9 talsins. Mynd. GKB

Allir kvenþátttakendur í meistaramóti GKB 2017 – 9 talsins. Mynd. GKB