Ólafía Björnsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GBB 2016 og mörg undanfarin ár!!! Til hamingju !!!
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2017 | 09:30

GBB: LEIÐRÉTT FRÉTT – Ólafía Björnsdóttir klúbbmeistari kvenna í GBB 2017

Golf 1 birti hér á dögunum, nánar tiltekið 13. júlí 2017 frétt þess efnis að klúbbmeistarar GBB þ.e. Golfklúbbsins á Bíldudal hefðu orðið Magnús Jónsson og Kristjana Andrésdóttir.

Birt voru úrslit eins og þau koma fyrir á vefsíðu GSÍ, golf.is.

Þar er hins vegar rangt með farið s.s. nokkrir félagar úr GBB, sem samband höfðu við Golf 1 bentu á.

Meintur klúbbmeistari Kristjana Andrésdóttir leiðrétti sjálf vitlausu fréttinu, þar sem hún segir:

Í kvennaflokki varð Ólafía Björnsdóttir klúbbmeistari, í öðru sæti Guðný Sigurðardóttir og þriðja Kristjana Andrrésdóttir.
Í karlaflokki varð Magnús Jónsson klúbbmeistari, Heiðar Jóhannsson í öðru og þriðja Arnar Arnarsson.“

Klúbbmeistarar GBB árið 2017 eru því Magnús Jónsson og Ólafía Björnsdóttir.“

Er Ólafía beðin afsökunar á þessum leiðu mistökum og henni sérstaklega óskað til hamingju með klúbbmeistaratitilinn!!!

Þess mætti hér í lokin geta að Ólafía varð klúbbmeistari GBB 2016 og hefir oftsinnis áður orðið klúbbmeistari GBB.