Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2017 | 14:00

GB: Snorri Hjaltason fékk ás!!!

Snorri Hjaltason GB og GKB tók þátt í meistaramóti GB nú fyrr í mánuðnum.

Á fyrsta keppnisdegi, 5. júlí 2017,  fór Snorri, sem keppti í meistaraflokki karla hjá GB, holu í höggi.

Draumahöggið sló Snorri á 14. braut Hamarsvallar, sem er par-3 og 140 m af gulum teigum.

Snorri varð í 4. sæti í meistaraflokki GB á Meistaramóti GB, en hann tók einnig þátt í Meistaramóti GKB, sem lauk í gær (15. júlí 2014) en þar varð Snorri enn í 4. sæti.

Golf 1 óskar Snorra innilega til hamingju með ásinn!!!