Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2017 | 08:00

GA: Gustar um hjá GA – Sturla golfkennari látinn fara

Það gustar um yfirstjórnina hjá Golfklúbbi Akureyrar.

Lesa má nánar um það með því að SMELLA HÉR: 

Í stuttu máli þá var Sturla Höskuldsson, golfkennari látinn taka poka sinn, vegna ósættis að því að virðist við formann Golfklúbbsins, Sigmund Ófeigsson.

Að sögn Sigmundar er ósætti Sturlu ekki aðeins við sig heldur alla stjórnina.

Aðalfundi GA hefir verið frestað fram í janúar og þá verður kjörin ný stjórn.

Sturla hefir lýst yfir áhuga að halda starfi sínu sem golfkennari áfram hjá GA, en undir nýrri stjórn.

Sigmundur vill ráða nýjan golfkennara sem fyrst og ætlaði framkvæmdastjóra það hlutverk að sjá um ráðninguna, en framkvæmdastjórinn, Heimir Örn Árnason, er einnig á förum frá GA.

Hvernig fer ræðst ekki fyrr en í janúar þegar ný stjórn hefir tekið við.