Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2017 | 10:00

GA: Frábær veðurspá fyrir opnunamótið!!!

Veðurspáin verður bara betri og betri fyrir laugardaginn nk. og er mikill spenningur hjá þeim GA að halda fyrsta mót sumarsins!

Þeir kylfingar, sem koma frá Islantilla munu spila í sínu „heimaumhverfi“ þar sem spáin er heiðskýrt, blankó og sól.

Skráning er í fullum gangi og fer fram inn á golf.is í síma 462-2974 og á skrifstofa@gagolf.is

Eins má skrá sig á golf.is með því að SMELLA HÉR: 

Jaðarinn kemur gríðarlega vel undan vetri og GA-ingar ánægðir með að geta haldið 18 holu mót svona snemma á sumargrínum!

Spurning kannski bara um að skella sér norður!!!

Tilvalið fyrir kylfinga að byrja strax að lækka forgjöfina sína fyrir sumarið.

Keppt verður í punktakeppni með forgjöf og verða verðlaun veitt fyrir efstu þrjú sætin í karla og kvennaflokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor í höggleik án forgjafar í opnum flokki.

Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 konum.

Nándarverðlaun verða á holum 4, 11 og 18.

Karlar 65 ára og eldri spila á rauðum teigum og unglingar, 14 ára og yngri.

Verðlaun verða frá Strikinu veitingahúsi og golfbúðinni á Jaðri.

Allir að fjölmenna á völlinn! Mótsstjórn áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir. GA-ingar hlakka til að sjá sem flesta!!!