Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2017 | 14:30

Fyrrum PGA Tour kaddý segir ólíklegt að Phil Mickelson eigi eftir að sigra risamót

Phil Mickelson, 47 ára, var einn þeirra sem ekki komst gegnum niðurskurð á PGA Championship risamótinu.

Hann lék hringi sína tvo á samtals 143 höggum (79 74).

Mickelson hefir aðeins sigraði í 1 risamóti á sl. 4 árum en hann krækti í sigur síðast á Opna breska 2013.

Michael Collins, sem starfaði sem kaddý á PGA Tour og er nú fréttaskýrandi á ESPN var gestur í þætti ESPN „Mike & Mike“og þar var hann beðinn að gagnrýna frammistöðu Phil eftir 1. hring, eftir að fjöldi manns taldi hann eiga einhvern sjéns á sigri.

Mat Collins á frammistöðu Phil er best lýst með því að segja að hann sé „grimmilega heiðarlegur,“ og segir hann að sá Phil sem sigraði í 5 risamótum sé ekki lengur til staðar.

Varðandi fólkið sem taldi Phil eiga sjéns á sigri sagði Collins:

Hvað í frammistöðu Phil Mickelson sl. tvö ár hefir gefið minnstu ögn af þessháttar væntingum? “ sagði Collins. „Ég meina hann hitti 6 af 18 flötum á tilskyldum höggafjölda á 1. hring (PGA Championship) og hitti 8 brautir. Hann hitti fleiri brautir en flatir Við erum bara svo vön að Phil sé villtur af teig og nái síðan ótrúlegum björgunarhöggum og setji niður 4-5 metra fuglapútt.  Þetta kom úr engu. Engu sá þetta gerast. En vitið þið hvað, þessi Phil Mickelson? Hann er ekki lengur til staðar.“

Og Collins hélt áfram:

En maður verður bara að líta á skorkortið og þegar það er ekki beisið og kaddýinn er farinn eftir 25 ára samstarf þá er það svolítið tákn um hvað er að ræða. Það er bara svo erfitt fyrir okkur því við erum svo ofdekruð. Við lifðum þessa tíma og það er erfitt að horfa á þannig náunga (eins og Phil) og segja síðan: „Hey, þetta gæti verið liðin tíð. Þessi náungi vinnur líklegast ekki.“ A.m.k. ekki risamót. Hann gæti sigrað á mótum hér og þar. En hvað risamót varðar, þá er ekki eins og þessir ungu strákar þarna úti segi: „Ó, Phil er hérna, æfum ekki mikið (gefum honum sjéns).“

Margir hafa bent á að Jack Nicklaus hafi verið á svipuðum aldri og Phil er nú þegar hann sigraði á Masters og Tom Watson hafi jafnvel verið 59 ára þegar hann varð í 2. sæti á Opna breska.

Tja, Phil er ári eldri en þegar Jack sigraði á Masters og síðan má líka benda á að Watson sigraði ekki á Opna breska.

Hins vegar er þetta hjá Collins svona dæmigerð dómadagspá, sem koma alltaf þegar EINHVER, hvaða kylfingur sem er, stendur ekki undir væntinum.

Varðandi Lefty (Phil Mickelson) er bara svo auðvelt að benda á aldurinn og draga einhverjar ályktanir af því.

Það er allt mögulegt í golfi – Það getur vel verið að Phil og jafnvel Tiger eigi eftir að sigra á risamóti – golfið er eins og allir vita öldudalur, stundum er maður í lægð; öðrum stundum á toppnum.

Það er m.a. það sem gerir golfið svo spennandi og skemmtilegt!!!