Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2019 | 23:36

Dýr á golfvöllum: Ljón eltir hlébarða á afrískum golfvelli

Það dreymir marga um að spila á Skukuza golfvellinum í Kruger þjóðgarðinum í S-Afríku, sem eins og frægt er, er með engar girðingar. Alls kyns dýr vaða inn og út um völlinn og til þess að spila völlinn er betra að vera með vopnaða verði með sér!!! Hér má sjá ljón elta hlébarða á golfvellinum. Sjá með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2019 | 23:00

Valdís Þóra á góðar minningar frá Bonville – hefur leik kl. 01:50 í nótt

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefur leik aðfaranótt fimmtudagsins 21. febrúar á LET, Evrópumótaröð kvenna. Leikið er í Ástralíu á Bonville en þaðan á Valdís Þóra góðar minningar. Hún náði sínum besta árangri á LET Evrópumótaröðinni á þessu móti fyrir ári síðan, þar sem hún endaði í þriðja sæti. Það er jafnframt besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á atvinnumótaröð í efsta styrkleikaflokki. Valdís Þóra hefur leik kl. 01.50 aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma eða 12:50 að staðartíma í Ástralíu. Hún hefur síðan leik á öðrum keppnisdegi kl. 20:40 að íslenskum tíma fimmtudaginn 21. febrúar eða 07:40 að staðartíma í Ástralíu. Á facebook síðu sína skrifaði Valdís Þóra: Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Murle Breer ——— 20. febrúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Murle MacKenzie Lindstrom Breer. Murle er fædd 20. febrúar 1939 í St. Petersburg, Flórída og á því 80 ára merkisafmæli í dag!!!  Hún er best þekkt fyrir að sigra á Opna bandaríska kvenrisamótinu 1962. Hún keppti sem Murle MacKenzie þar til hún gifti sig í 1. sinn árið 1961, en þá keppti hún sem Murle Lindstrom þar til hún gifti sig í 2. sinn árið 1969. Murle komst á LPGA árið 1958. Fyrsti sigur hennar var á risamótinu 1962 þar sem hún bara sigurorð af þeim Jo Ann Prentice og Ruth Jessen með 1 höggi á Opna bandaríska kvenrisamótinu, eins og sagði, sem haldið var í Dunes Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2019 | 12:00

Stricker útnefndur Ryder Cup fyrirliði Bandaríkjanna 2020 – Furyk varafyrirliði

Tilkynnt var opinberlega um það í morgun að Steve Stricker yrði næsti fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Ryder bikarnum 2020, sem fram fer í heimaríki Stricker, Wisconsin, nánar tiltekið í Whistling Straits, í Kohler. „Þetta er svo sannarlega draumur sem rætist,“ sagði Stricker í upphafsorðum sínum á blaðamannafundi í morgun. „Ég tek við þessu af auðmýkt.“ Þrátt fyrir að hafa sigrað 12 sinnum á PGA Tour þá er Stricker fyrsti bandaríski fyrirliðinn sem tekur við stöðunni án þess að hafa sigrað á risamóti. Sjálfur tók hann hins vegar þáttí 3 Ryder bikurum. „Ferill Steve Stricker hefir fyrir löngu síðan öðlast sæti meðal þeirra fremstu í bandarísku golfi,“ sagði forseti PGA of Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Alana Uriell (38/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2019 | 06:00

Magnús Valur og Ellert vallarstjórar ársins 2018

Ellert Þórarinsson vallarstjóri á Brautarholtsvelli og Magnús Valur Böðvarsson vallarstjóri á Kópavogsvelli fengu viðurkenningu sem vallarstjóri ársins 2018 um s.l. helgi. Kjörinu var lýst á aðalfundi SÍGÍ sem fram fór í klúbbhúsi Keilis í Hafnarfirði. Fundargestir voru yfir 45 og fundarstjóri var kosinn Ólafur Þór Ágústsson og Birgir Jóhannsson ritari. Steindór Kr. Ragnarsson formaður SÍGÍ fór yfir liðið ár hjá félaginu, Jóhann G. Kristinsson gjaldkeri SÍGÍ fór yfir rekstrarreikning félagsins. Rekstur félagsins gekk vel á árinu og var hagnaður upp á tæpar 73.356 kr-. Stjórn SÍGÍ árið 2018 var skipuð þeim: Steindór Kr. Ragnarsson Formaður, Jóhann G. Kristinsson Gjaldkeri, Einar Gestur Jónasson, Birgir Jóhannsson og Róbert Már Halldórsson meðstjórnendur og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 23:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-9 á Spáni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði jafn 4 öðrum kylfingum í 9. sæti á PGA Catalunya Resort Championship. Mótið er hluti af atvinnumótaröðinni Nordic Golf League, en Guðmundur Ágúst fagnaði sigri á síðasta móti á þessari mótaröð. Guðmundur Ágúst lék á samtals 3 undir pari 211 höggum (68 73 70). Þrír aðrir íslenskir kylfingar tóku þátt á þessu móti en þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Axel Bóasson, GK (78-67) +3 Haraldur Franklín Magnús, GR (74-74) +6 Andri Þór Björnsson, GR (73-76) +7


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og Hlynur luku keppni á The All-American

Hlynur Bergsson, GKG eða Lenny eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu UNT og Björn Óskar Guðjónsson, GM golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, The Ragin Cajun´s úr Louisiana Lafayette  tóku þátt í The All-American Invitational, sem fram fór í the Golf Club of Houston, í Houston, Texas dagana 17.-19. febrúar 2019, en mótinu lauk í dag. Þátttakendur voru 84 frá 14 háskólum. Þriðji og lokahringur mótsins var felldur niður vegna mikilla rigninga og voru það því aðeins fyrstu tveir keppnishringirnir sem töldu. Björn Óskar lék samtals á 5 yfir pari, 149 höggum  (75 74) og Louisiana varð í 11. sæti í liðakeppninni. Hlynur lék Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lára Eymundsdóttir – 19. febrúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Lára Eymundsdóttir. Lára fæddist 19. febrúar 1970. Lára er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Lára Eymundsdóttir 19. febrúar 1970 (49 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sean Critton Pappas, 19. febrúar 1966 (53 ára); Richard Green, 19. febrúar 1971 (48 ára); Gregory Clive Owen, 19. febrúar 1972 (47 ára); Áhöfnin Á Vestmannaey , 19. febrúar 1973 (46 ára); Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 19. febrúar 1974 (45 ára). Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Jenny Haglund (37/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira