Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 23:59

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur á T-19 e 1. dag D+D í Tékklandi

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur einnig þátt í D+D REAL Czech Challenge, en fór út síðar en Axel Bóasson, sem spilar í mótinu. Birgir Leifur átti glæsihring upp á 3 undir pari 69 högg og er T-19 þ.e.  jafn 9 öðrum í 19. sæti. Á hring sínum í dag fékk Birgir Leifur 6 fugla og 3 skolla. Efstir eftir 1. dag eru Englendingurinn Nathan Kimsey og Frakkinn Thomas Linard, báðir á 7 undir pari, 65 höggum og Birgir Leifur því aðeins 4 höggum á eftir þeim. Niðurskurðarlínan er eins og er miðuð við 1 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á D+D SMELLIÐ HÉR:  


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 23:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel á 75 e. 1. dag D+D REAL Czech Challenge

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili hóf í dag keppni á D+D REAL Czech Challenge, en mótið er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Axel lék 1. hring á 3 yfir pari, 75 höggum og er T-121 eftir 1. dag. Á hring sínum í dag fékk Axel 2 fugla, 3 skolla og einn slæman skramba. Efstur eftir 1. dag eru Englendingurinn Nathan Kimsey og Frakkinn Thomas Linard, báðir á 7 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á D+D SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 22:00

PGA: Albatross Kodaira í sögubækurnar!

Japanski kylfingurinn Satoshi Kodaira náði þeim glæsilega árangri nú fyrir stuttu að þurfa einvörðungu 2 högg á par-5 1. brautina í Fort Worth í Texas, þar sem mót vikunnar á PGA Tour, Fort Worth Invitational hófst í dag. Albatross!!!! Annað högg Kodaira var  234 yarda (214 metra) frá holu og við höggið góða notaði Kodaira 3-járn. Þetta er aðeins í 2. skiptið í sögu Fort Worth að kylfingur nær albatross á par-5 1. holuna! Satoshi Kodaira, fyrsti japanski sigurvegari RBC Heritage, er því búinn að skrifa sig í golfsögubækurnar að nýju því hann er aðeins 2. kylfingurinn til þess að ná albatrossi á þessa holu! Til þess að sjá stöðuna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 18:20

LPGA: Ólafía á 71 e. 1. dag í Michigan

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hóf keppni í dag á LPGA Volvik Championship. Spilað er á Travis Pointe Country Club, sem er í suðvestur af Ann Arbor, í Michigan á velli hönnuðum af Bill Newcomb. Hún hefir nú nýlokið við 1. hring og lék hann á 1 undir pari, 71 höggi. Á hringnum fékk Ólafía 2 fugla og 1 skolla á 16. og fór þá um marga, að Ólafía væri enn á ný að missa niður frábæra spilamennsku. En Ólafía hélt haus og kláraði hringinn á 2 pörum. Sem stendur er hún T-34, þ.e. jöfn öðrum í 34. sæti þegar þetta er ritað (kl. 18: 20) – en staðan getur breyst þar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Magnússon – 24. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Pétur Magnússon. Pétur er fæddur 24. maí 1995 og á því 23 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Afrek Péturs eru þrátt fyrir ungan aldur mörg en það sem kemur fyrst í hugann er þegar Pétur var fyrir rúmum 8 árum, nánar tiltekið 2.maí 2010 á æfingahring á Hólmsvelli í Leiru. Hann hafði verið við golfæfingar í Costa Ballena á Spáni mánuðinn þar áður og var að prófa nýja Titleist settið sitt í fyrsta sinn. Pétur sló með 6-járni af 13. teig, löngu par-3 brautinni, sem ekki er sú auðveldasta með vatnið landskunna fyrir framan flötina og bolti hans flaug beint inn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2018 | 18:00

Nordic Golf League: 4 íslenskir kylfingar keppa á Pärnu Bay mótinu

Atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, GR;  Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR;  Haraldur Franklín Magnús, GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG hófu í dag keppni á Pärnu Bay Golf Links Challenge mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Keppt er á Pärnu Bay Golf Links, í Tahkuranna,  Eistlandi. Eftir 1. hring er árangur íslensku keppendanna í mótinu eftirfarandi:  Guðmundur Ágúst og Haraldur léku á 1 undir pari, 71 höggi Andri Þór lék á 2 yfir pari, 74 höggum. Ólafur Björn lék á 3 yfir pari, 75 höggum. Hægt fylgjast með gengi strákanna okkar í Eistlandi á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Olga Gunnarsdóttir – 23. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Olga Gunnarsdóttir, en hún er fædd 23. maí 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Olgu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Olga Gunnarsdóttir (45 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: David Graham, 23. maí 1946 (72 ára); Gary Dennis McCord, 23. maí 1948 (70 ára STÓRAFMÆLI!!!); Óskar Herbert Þórmundsson, 23. maí 1950 (68 ára); Guðmundur Ingibergsson, 23. maí 1965 (53 ára); Árni Páll Árnason, 23. maí 1966 (52 ára); Ellert Unnar Sigtryggsson, 23. maí 1970 (48 ára); Marina Arruti, 23. maí 1972 (46 ára);  Hulda Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lang —— 22. maí 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Brittany Lang. Brittany fæddist í Richmond, Virginia, 22. ágúst 1985 og á því 33 ára afmæli í dag!!! Brittany var í Solheim Cup liði Evrópu 2013 og m.a. aðeins önnur af 2 til þess að vinna leik sinn í tvímenningsleikum sunnudagins f.h. liðs Bandaríkjanna, en Brittany vann leik sinn gegn Azahara Muñoz 2&1. Brittany var 2 ár í háskóla, Duke University og spilaði golf með háskólaliðinu. Hún hætti samt í háskóla og gerðist atvinnumaður í golfi 2005 eftir gott gengi á US Women´s Open þar sem hún náði 2. sætinu (T-2) (sem er næstbesti árangur hennar til dagsins í dag í risamóti; besti árangurinn er að verða Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2018 | 12:00

Hver er kylfingurinn (2018): Adrian Otaegui?

Spænski kylfingurinn Adrian Otaegui sigraði á móti Evróputúrsins í sl. viku, Belgian Knockout, sem er mót með nýstárlegu keppnisformi. Fyrstu tvo dagana fer fram venjuleg höggleikskeppni og 3. daginn komast aðeins 64 efstu kylfingarnir í útsláttakeppni þar sem þeim er fyrst skipt í 32, 2 manna holl, sem keppa innbyrðis milli sín í 9 holu höggleik – sá sem hefur betur fer í 32 manna úrslit, síðan í 16 manna úrslit, svo 8 manna úrslit og síðan keppa síðustu 4 um 4 efstu sætin. En hver er kylfingurinn Adrián Otaegui? Adrian Otaegui Jaúregui fæddist 21. nóvember 1992 í San Sebastian á Spáni og er því 25 ára. Hann var byrjaður Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2018 | 10:00

Laura Davies í sögubækurnar

Hin aðlaða Dame Laura Davies—einn af bestu kvenkylfingum Englands — er ánægð með tækifærið á að verða fyrsti kvenkylfingurinn til þess að keppa á Staysure Tour móti—en það er heiti fyrrum European Senior Tour— þ.e. öldungamótaraðar Evróputúrsins. Það mun gerast þegar hún tíar upp á  Shipco Masters sem fram fer í  Simon´s golfklúbbnum í Kvistgård, rétt hjá Helsingør, 40 km norður af Kaupmannahöfn, 1.-3. júní n.k. „Maður fær aðeins eitt tækifæri til þess að vera sú fyrsta og þetta er rétti tíminn,“ sagði Laura. „Ég er mjög þakklát Staysure Tour fyrir að vera svona framfara-sinnaðir og keppendum á mótaröðinni, sem stutt hafa ákvörðunina og framkvæmdaaðilum Simon´s golfklúbbsins, sem buðu mér,“ Lesa meira