Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2018 | 11:55

Nordic Golf League: Fylgist með Guðmundi Ágúst á Harboe Open HÉR!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, er nú að leika 2. hring sinn á  Harboe Open mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Guðmundur lék 1. hring mótsins á 2 undir pari, 70 höggum; fékk 4 fugla og 2 skolla og var T-15 eftir 1. dag. Eftir 6 holu leik á 2. hring er Guðmundur á 3 undir pari. Skorið verður niður eftir hringinn í dag. Fylgjast má með Guðmundi Ágúst á Harboe Open á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2018 | 11:20

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn, Gunnar og Bethany í 2. sæti á Ranger Inv.

Birgir Björn Magnússon GK og Gunnar Blöndahl Guðmundsson GKG, tóku þátt í Ranger Fall Invitational, sem er einvígi milli Bethany háskóla þeirra beggja í Kansas og Northwestern Oklahoma State háskólans. Þetta árið hafði Northwestern betur og varð Bethany að láta sér 2. sætið lynda, en mótið fór fram á heimavelli Northwestern í Meadowlake golfklúbbnum í Enid, Oklahoma, dagana 17.-18. september sl. Birgir Björn var á næstbesta og Gunnar á 3. besta skori Bethany. Spilaðir voru 2 hringir og lék Birgir Björn á samtals 8 yfir pari, 150 höggum (78 72). Gunnar lék á samtals 10 yfir pari, 152 höggum (79 73). Sjá má lokastöðuna á Ranger Fall Inv. með því að SMELLA HÉR: Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2018 | 11:00

Evróputúrinn: Fylgist m/Birgi Leif á Portugal Masters HÉR

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnumaður úr GKG, hefir nú lokið við leik á 9 holum á Portugal Masters, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Spilað er á Dom Pedro Victoria golfvellinum í Vilamoura í Portúgal. Birgir Leifur er á sléttu pari eftir 9 holur, hefir fengið 1 fugl og 1 skolla. Snemma dags eru Haotong Li frá Kína og Englendingurinn Matt Wallace efstir á 7 undir pari hvor, en það getur allt breyst enn. Sjá má stöðuna á Portugal Masters með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Saga stóð sig vel í 1. móti sínu

Saga Traustadóttir, GR, tók þátt í sínu fyrsta móti í bandaríska háskólagolfinu, en Saga stundar nú nám í Colorado State University (CSU). Það var á Col Wollenberg´s Ptarmigan Ram Classic, sem fram fór í Fort Collins, Colorado, 17.-19. september og lauk í gær. Saga var á samtals 10 yfir pari, 224 höggum (80 74 70) og lék sífellt betur og var farin að finna sig undir lokin  í mótinu og sýna sitt rétta andlit. Saga varð T-28 í sínu fyrsta móti og spilaði sem einstaklingur Þátttakendur í mótinu voru 75 frá 13 háskólum og lenti lið CSU í 6. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna í Col Wollenberg´s Ptarmigan Ram Classic Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Svanhildur Svavarsdóttir – 19. september 2018

Afmæliskylfingur dagsins Svanhildur Svavarsdóttir. Hún er fædd 19. september 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Svanhildar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Svanhildur Svavarsdóttir – 50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með daginn! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jane Blalock, 19. september 1945 (73 ára); Árni Björn Ómarsson, 19. speptember 1965 (53 ára); Ryan Palmer, 19. september 1976 (42 ára); Brittany Grace Lincicome, 19. september 1985 (33 ára);  Garðar Kári Garðarsson 19. september 1986 (32 árs); Melissa Reid, 19. september 1987 (31 árs); Adam Örn Stefánsson, 19. september 1990 (28 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2018 | 22:00

Celia Barquín Arozamena myrt á golfvelli

Einn efnilegasti kvenkylfingur heims, hin spænska Celia Barquín Arozamena, 22 ára, fannst látin í tjörn á golfvelli Coldwater Golf Links, fyrr í dag. Völlurinn er í u.þ.b. 2 mílu fjarlægð frá Iowa State University þar sem Celia var u.þ.b. að ljúka námi í verkfræði. Á líkama hennar voru fjöldi stunguáverka einkum á höfði, háls, og efri hluta líkama. Celia hafði verið ein að golfleik á vellinum. Jafnaldri Celiu, hinn heimilislausi Collin Daniel Richards, fannst ekki langt frá vettvangi af kunningja sínum, sem sagði fréttamönnum að Richards hefði nýlega sagt við hann að hann hefði „löngun til að nauðga og myrða konu.“ Á Richards fundust smááverkar eins og rispur á andliti, skurður á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2018 | 18:00

Dagbjartur sigraði á Unglingaeinvíginu í Mosó

Samsung-Unglingaeinvígið fór fram á Hlíðavelli föstudaginn 14. september s.l. Þetta var í 14. skiptið sem Unglingaeinvígið er haldið, en mótið er á vegum Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Samsung-Unglingaeinvígið er boðsmót þar sem leikmenn vinna sér inn þátttökurétt með góðum árangri á Íslandsbankamótaröð GSÍ auk þess sem klúbbmeisturum GM er boðin þátttaka. Undankeppnin hófst kl. 12:30 en þar mættu til leiks 10 kylfingar í hverjum aldursflokki. Þrír keppendur úr hverjum aldursflokki komust síðan áfram í sjálft einvígið. Mótið er leikið eftir svokölluðu shoot out fyrirkomulagi þar sem 10 leikmenn hefja leik og dettur einn leikmaður út á hverri holu þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. GR-ingurinn Dagbjartur Sigurbrandsson stóð uppi sem sigurvegari. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Guðlaugur og Guðjón Reyr Þorsteinssynir 18. september 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru Guðlaugur og Guðjón Reyr Þorsteinssynir. Þeir eru fæddir 18. september 1978 og eiga því báðir 40 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síður þeirra hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með stórafmæli þeirra Guðlaugur Þorsteinsson (40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Guðjón Reyr Þorsteinsson (40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ari Friðbjörn Guðmundsson, 18. september 1927 forystumaður í samtökum kylfinga um árabil (91 árs); Steinunn Björk Eggertsdóttir, 18. september 1960 (58 ára); Svanur Sigurðsson, 18. september 1963 (56 ára); Ásgerður Þórey Gísladóttir, 18. september 1963 (55 ára) og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristófer Karl Karlsson – 17. september 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Kristófer Karl Karlsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM) og Íslandsmeistari 2018 í holukeppni í flokki 17-18 ára pilta. Kristófer Karl er fæddur 17. september 2001 og er því 17 ára í dag. Kristófer Karl var valinn efnilegastur GKJ-ingurinn um þetta leyti fyrir 6 árum, 2012 (þá 11 ára) og hann hefir svo sannarlega staðið undir því. Það ár (2012) spilaði Kristófer Karl á Áskorendamótaröði Arion banka og þar sigraði hann í 1. og 4. mótinu í strákaflokki. Kristófer Karl sigraði eftirminnilega á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014, sem fram fór á Korpunni. Hann átti m.a. stórglæsilegan hring upp á 4 undir pari, 68 högg!!! Þetta var fyrsti sigur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2018 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og félagar í 1. sæti á Dartmouth Inv.

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, The University of Albany, urðu í 1. sæti á Dartmouth Invitational mótinu, sem fram fór í Hanover CC í Hanover, New Hampshire, dagana 15.-16. september og lauk því í gær. Þátttakendur í mótinu voru 86 frá 15 háskólum. Helga Kristín varð T-6 i í einstaklingskeppninni með skor upp á slétt par, 140 högg (74 70). Særós Eva Óskarsdóttir GKG og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Boston University tóku einnig þátt í mótinu og varð Særós Eva T-71 með skor upp á 25 yfir pari, 169 högg (86 83). Lið Boston University varð í 8. sæti í liðakeppninni Til þess að sjá Lesa meira