Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2018 | 18:00

Evróputúrinn: Wallace hafði betur g. „Beef“ í bráðabana

Það var Matt Wallace, sem stóð uppi sem sigurvegari í Hero Indian Open, sem var mót vikunnar á Evróputúrnum og samvinnuverkefni við Asíutúrinn.

Eftir hefðbundinn 72 holu leik voru Wallace og Andrew „Beef“ Johnson efstir og jafnir; báðir búnir að spila á 11 undir pari, 277 höggum; Wallace (69 70 70 68) og „Beef“ (72 66 73 66).

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra tveggja og var par-5 18. hola keppnisvallar DLF G&CC spiluð að nýju og þar tapaði „Beef“ á pari, meðan Wallace sigraði með fugli!

Sjá má úrslit í Hero Indian Open með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta lokahrings Hero Indian Open með því að SMELLA HÉR: