Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2018 | 17:00

Evróputúrinn: Paisley efstur f. lokahringinn í S-Afríku

Chris Paisley er efstur fyrir lokahringinn á BMW SA Open.

Paisley er búinn að spila á samtals 15 undir pari, 201 höggi (66 65 70).

Paisley er á höttunum eftir fyrsta sigri sínum á Evróputúrnum og fróðlegt að sjá hvort hann heldur haus á morgun!

Á hæla hans er nefnilega heimamaðurinn Branden Grace á samtals 14 undir pari, aðeins 1 höggi á eftir.

Masters-sigurvegaranum Charl Schwartzel, sem spáð var góðu gengi í mótinu er í 17. sæti fyrir lokahringinn og ólíklegt að honum takist að sigra í þetta sinn.

Til þess að sjá stöðuna á BMW SA Open SMELLIÐ HÉR: