Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2017 | 20:00

Evróputúrinn: Luiten leiðir í hálfleik á Valderrama

Það er hollenski kylfingurinn Joost Luiten, sem leiðir á Valderrama Masters, móti vikunnar á Evróputúrnum, sem fram fer á Real Club Valderrama, í Andaluciu á Spáni.

Luiten er samtals búinn að spila á 6 undir pari, 136 höggum ( 66 70).

Englendingurinn Robert Rock, Skotinn Scott Jamieson og gestgjafi mótsins, Sergio Garcia deila síðan 2. sætinu, höggi á eftir; þ.e. allir á 5 undir pari, 137 höggum.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Valderrama Masters SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Valderrama Masters SMELLIÐ HÉR: