Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2017 | 13:00

Evróputúrinn: Harrington einn þriggja efstu á Opna skoska í hálfleik – Hápunktar 2. dags

Aberdeen Assett Management Opna skoska er í fullum gangi, en mótið er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Eftir 1. dag var kylfingurinn finnski Mikko Ilonen, sem leiddi á 7 undir pari en í hálfleik deildu 3 kylfingar með sér efsta sætinu: Þeir Pádraig Harrington, Alexander Knappe og Englendingurinn Callum Shinkwin; allir á samtals 9 undir pari.

Jafnir í 4. sæti eftir 2. keppnisdag eru síðan Ian Poulter og Andrew Dodt; báðir einu höggi á eftir þ.e. á 8 undir pari, hvor.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: