Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2017 | 18:00

Evróputúrinn: Fitzpatrick sigraði í Sviss

Það var enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick sem stóð uppi sem sigurvegari á Omega European Masters eftir bráðabana við þann, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið, Ástralann Scott Hend.

Fitzpatrick og Hend léku samtals á 14 undir pari, 266 höggum, hvor.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Fitzpatrick betur á 3. holu bráðabanans, en par-4, 18. hola Crans-sur-Sierre þurfti að spila þrívegis til að knýja fram úrslit. Fitzpatrick sigraði á pari, meðan Hend fékk skolla.

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðuna á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: