Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2017 | 03:00

Evróputúrinn: Chawrasia og Fitzpatrick með forystu snemma dags á Hong Kong Open

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er UBS Hong Kong Open.

Það fer fram á velli Hong Kong golfklúbbsins í Fanling, í Kína.

Mótið er þegar hafið og þegar þessi frétt er skrifuð kl. 3:00 eru tveir í forystu SSP Chawrasia frá Indlandi og enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick.

Þeir hafa báðir spilað á 4 undir pari og eiga 4 holur eftir óloknar.  Fjölmargir eiga eftir að ljúka leik og því gæti staðan auðvitað breyst.

Fylgjast má með stöðunni á UBS Hong Kong Open með því að SMELLA HÉR: