Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2017 | 10:30

Evróputúrinn: Bubba í forystu snemma dags á Shenzhen Open

Bubba Watson hefir tekið forystuna á móti vikunnar á Evróputúrnum, Shenzhen Open, sem fram fer á golfvelli Genzon golfklúbbsins í Shenzhen, Kína.

Bubba lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum.

Á hringnum fékk Bubba 1 örn, 5 fugla, 11 pör og 1 skolla.

Margir eiga eftir að fara út og/eða ljúka hringjum sínum þannig að endanlegar niðurstöður eftir 1. dag ligga ekki fyrir fyrr en seinna í dag. Keppendur eru 154.

Til þess að sjá stöðuna á Shenzhen Open SMELLIÐ HÉR: