Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2017 | 20:00

DOY 2017: Sigurður Már T-30 og Amanda T-42 e. 2. dag

Sigurður Már Þórhallsson, GR og Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD eru fulltrúar Íslands og meðal 54 keppenda á Duke of York Young Champions Trophy.

Eftir 2. keppnisdag er Sigurður Már samtals búinn að spila á samtals 163 höggum (74 89) og er T-30.

Amanda Guðrún er samtals búin að spila á 168 höggum (88 80) og eins og sjá má bætti hún sig um heil 8 högg milli hringja. Hún er sem stendur T-42.

Efstur eftir 2. dag er Englendingurinn Ben Jones, en hann er búinn að spila á 145 höggum (75 70).

Sjá má stöðuna á DOY Tropy með því að SMELLA HÉR: