Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2017 | 10:45

DJ segist engu ráða hvað Paulina birtir á félagsmiðlunum

Nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ) var í podcast-i hjá The Big Lead í fyrradag, þriðjudaginn 18. apríl og var spjallað um ýmis atriði m.a. hvernig honum gengi að jafna sig í bakinu eftir fallið niður stiga í leiguhýsi sínu í Augusta deginum fyrir Masters.

Það er best að hlusta á allt viðtalið við DJ hér að neðan.

En DJ var líka spurður að því hvort hann ætti einhvern hlut í því sem barnsmóðir hans og kærasta Paulina Gretzky birti um þau skötuhjú á félagsmiðlunum?

Algjörlega ekki“ svaraði Johnson glottandi. „Hún spyr mig sko ekki …. eins og ég viti hvað sé gott að birta og hvað ekki. Ég er hræðilegur í þessu.

Hér má hlusta á viðtal við DJ SMELLIÐ HÉR: