Daníel Ísak Steinarsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2017 | 12:00

Daníel Ísak varð T-8 á European Junior!!!

Daníel Ísak Steinarsson, GK, tók þátt í 2017 European Junior golfmótinu, sem er hluti World Junior Golf Series.

Mótið fór fram í Golfclub München, Eichenried, 8.-10. ágúst 2017 og lauk því í dag.

Daníel Ísak varð T-8 en skor hans var 9 yfir pari, 228 högg ( 78 77 73).

Sigurvegari í mótinu varð Þjóðverjinn Paul Julian Holler á samtals 6 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á European Junior með því að SMELLA HÉR: