Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2017 | 16:30

Pro Golf: Þórður Rafn á -1 e. 1. dag á Open Tazegzout

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Open Tazegzout 2017, en mótið fer fram í Agadir, Marokkó, dagana 29.-31. mars. Þórður Rafn hóf leik á 10. teig og lék  1. hring á 1 undir pari, 71 höggi. Á hringnum fékk hann 4 fugla, 11 pör og 3 skolla. Margir eiga eftir að ljúka leik en þegar þessi frétt er rituð 16:25, en Þórður Rafn er T-17 af 124 keppendum. Sjá má stöðuna á  Open Tazegzout 2017 með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gerina Piller – 29. mars 2017

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Gerina Piller, en hún er fædd 29. mars 1985 og á því 32 ára afmæli í dag!!! Gerina hefir m.a. verið í bandaríska Solheim Cup liðinu m.a. 2015 liðinu sem sigraði svo eftirminnilega á St. Leon Rot vellinum í Þýskalandi. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ernest Joseph (E. J.) „Dutch“ Harrison f. 29. mars 1910 – 19. júní 1982; Toggi Bjöss, 29. mars 1944 (73 ára); Sue Fogleman, 29. mars 1956 (61 árs) spilaði á LPGA; Gunnar Páll Þórisson GKG, 29. mars 1961 (56 ára); Kirk Allan Triplett, 29. mars 1962 (55 ára); Lori Atsedes, 29. mars 1964 (53 ára); Ingimar Kr Jónsson Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2017 | 12:00

LET Access: Valdís Þóra tekur þátt í Terre Blanche Ladies Open sem hefst nk. föstudag

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, undirbýr sig fyrir næstu keppnistörn á LET mótaröðinni, en næstu verkefni á sterkustu mótaröð Evrópu verða í apríl hjá atvinnukylfingnum úr Leyni. Valdís Þóra er mætt til leiks til Frakklands þar sem hún mun keppa á LET Access mótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu á eftir LET mótaröðinni. Hún hefur keppni nk. föstudag í Terre Blanche Ladies Open mótinu, sem fram fer dagana 31. mars – 2. apríl 2017. Verðlaunafé er € 40,000. Mótið fer fram á Golf de Terre Blanche, í Terre Blanche, Frakklandi en Valdís hefur verið við æfingar á Spáni, á Novo Sancti Petri svæðinu. Komast má á vefsíðu mótsins með Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2017 | 10:00

Brandel Chamblee kæmi ekki á óvart ef Tiger tæki þátt í Masters

Einn þekktasti golfgreinandi Bandaríkjanna, Brandel Chamblee telur vel geta skeð að Tiger Woods muni spila í Masters risamótinu næstu viku. Þetta kom fram í gær, þriðjudaginn 28. mars á símaráðstefnu þ.e. NBC/Golf Channel teleconference, en þar var  Chamblee spurður hvort hann teldi að Tiger tæki þátt í Masters. „Ég trúi því. Ég trúi því. Ef hægt er að trúa öllu sem maður les á félagsmiðlunum. Ég veit að þjálfari hans hefir verið þarna (á Augusta) og þeir hafa verið að slá fullt af boltum niðrí Palm Beach,“ sagði Chamblee. „Þannig að eins og ég skil það hefir hann verið að æfa samviskusamlega. Þannig að það myndi ekki koma mér á óvart Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga og Albany í 15. sæti e. 2. dag í Hawaii

Helga Kristín Einarsdóttir GK, og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu University of Albany,  taka líkt og Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Fresno State, þátt í Anuenue mótinu á Hawaii. Helga Kristín er í 88. sæti e. 2. keppnisdag; er búin að spila á samtals 31 yfir pari, 175 höggum (86 89). Í liðakeppninni er University of Albany í 15. sæti. Mótið stendur dagana 27.-29. mars 2017 og lýkur í kvöld. Sjá má stöðuna í Anuenue mótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Særós Eva luku keppni í Flórída

Gunnhildur Kristjánsdóttir og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, og félagi hennar úr GKG Særós Eva Óskarsdóttir og golfið hennar í Boston University luku keppni á The Babs Steffens Invitational í fyrradag Mótið fór fram í Victoria Hills Golf Club í DeLand, Flórída og stóð dagana 25.-27. mars 2017. Þátttakendur voru 62 frá 11 háskólum. Gunnhildur og Elon urðu í 7. sæti í liðakeppninni. Gunnhildur varð í 47. sæti í einstaklingskeppninni en skor hennar var samtals 25 yfir pari, 241 högg (81 81 79). Særós Eva keppti sem einstaklingur og varð í 59. sæti á 43 yfir pari, 259 höggum (88 88 83). Sjá má lokastöðuna á The Babs Steffens Invitational Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2017 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-23 e. 2. dag á Hawaii

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar hennar í Fresno State hefja keppni í dag á Anuenue Spring Break Classic mótinu. Mótið fer fram á The Bay golfvellinum á Kapalua, á eyjunni Maui á Hawaii, dagana 27.-29. mars 2017 og lýkur í dag. Þátttakendur eru 90 frá 15 háskólum. Guðrún Brá er búin að spila á 7 yfir pari 151 höggi (78 73) og er T-23 eftir 2. keppnisdag. Til þess að sjá stöðuna á Anuenue Spring Break Classic SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Svansson – 28. mars 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Arnar Svansson. Arnar er fæddur 28. mars 1977 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Arnars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Arnar Svansson (Innilega til hamingju með 40 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Ray, 28. mars 1872 – d. 26. ágúst 1943; Jónas Þórir Þórisson, 28. mars 1956 (61 árs); Áslaug Auður Guðmundsdóttir, 28. mars 1972 (45 ára); Axel Óli Ægisson, 28. mars 1976 (41 árs); Liebelei Elena Lawerence, 28. mars 1986 (31 árs);  Scott Langley, 28. mars 1989 (28 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2017 | 11:00

Atvinnukylfingur gagnrýndur f. of hægan leik

Þegar krikkettleikmaður er pirraður yfir ótrúlega hægum leik kylfings þá er eitthvað stórvægilegt að. Enski krikkettleikaðurinn Kevin Pietersen var að horfa á heimsmótið í holukeppni í Texas um helgina og varð svo yfir sig pirraður með hægan leik bandaríska kylfingsins William McGirt á flötunum að hann ákvað að taka upp það sem hann var að horfa á í sjónvarpinu og tvíta um það. Í tvíti Pietersen sagði eftirfarandi: „Ömurlegt. Horfið á þetta. Allt gert til að missa af pútti – og missa tiltölulega stutt pútt í viðureigninni gegn Sören Kjeldsen. McGirt var virkilega næstum 2 mínútur á flötinni áður en hann púttaði og missti púttið – virkilega stutt pútt í viðureigninni Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2017 | 09:00

3 Evróputúrskylfingar fá timab. keppnisrétt á PGA Tour

Eftirfarandi atvinnukylfingar á Evrópumótaröðinni: Thomas Pieters, Tyrrell Hatton og Tommy Fleetwood hafa hlotið sérstakan tímabundinn keppnisrétt á bandaríska PGA, afganginn af 2016-2017 keppnistímabilinu sagði í fréttatilkynningu frá PGA Tour í gær. Pieters varð T-5 þ.e. jafn öðrum í 5. sæti í WGC-Mexico Championship og því fóru FedEx Cup stig hans í 416, sem var meira en þeir 150 þátttakendur mótsins hlutu á sl. keppnistímabili og því hlaut Pieters tímabundinn keppnisrétt. Hinn 25 ára Pieters, sem var val evrópska fyrirliðans, Clarke, í síðasta evrópska Ryder bikarsliði 2016 er nú með 441 FedEx Cup stig, samtals, en hann varð T-30 á heimsmótinu í holukeppni í Texas í síðustu viku. Hatton og Fleetwood hljóta keppnisrétt eftir Lesa meira