Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er nýbakaður Íslandsmeistari í holukeppni 2017, Egill Ragnar Gunnarsson. Egill Ragnar er fæddur 29. júní 1996 og á því 21 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Egils Ragnars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Egill Ragnar Gunnarsson (21 árs) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lonnie Dean Nielsen, 29. júní 1953 (64 ára); Sigurður Pétursson, 29. júní 1960 (57 ára); Kolbrún Kolbeinsdóttir, 29. júní 1964 (53 ára); Þórir Tony Guðlaugsson, 29. júní 1969 (48 ára); Hans Steinar Bjarnason, 29. júní 1973 (44 ára); Jeanne-Marie Busuttil, 24. júní 1976 (41 árs); Jóel Gauti Bjarkason, GKG, 29. júní Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2017 | 14:00

Jack Nicklaus: „Ég veit ekki hversu mikið golf Tiger mun spila meira í framtíðinni“

Jack Nicklaus telur að Tiger Woods muni ekki spila mikið keppnisgolf meira í framtíðinni. Nicklaus, sem er 18-faldur risatitilshafi, þ.e. er með 4 risatitla umfram Tiger finnst að líkamleg veiklun Tiger ásamt nýlegum persónulegum vandræðum hans hafi  sett spurningamerki við hvort hann muni aftur snúa á PGA Tour. „Hann mun eiga afar erfitt. Ég veit ekki hvort Tiger muni spila mikið golf meira.“ sagði Nicklaus. „Hann gæti komið aftur og spilað en ég held að það verði ansi erfitt fyrir hann eftir að mæna hans var spelkuð og öll vandræðin sem hann hefir átt í undanfarið.“ „Hann er með fleiri vandamál í daglegu lífi sínu heldur en golfvandræði, í augnablikinu.“


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2017 | 12:00

LPGA: Mamma Lexi greindist m/ krabbamein

Það var harla óvenjulegt að Lexi Thompson skyldi ekki birtast til þess að gefa viðtöl í fjölmiðlamiðstöðinni, fyrir KPMG Women’s PGA Championship, þ.e. KPMG risamótið, sem er 2. kvenrisamótið á 2017 keppnistímabilinu. Umboðsmaður Thompson sagði að hún væri þreytt vegna nokkurs, sem hún væri að fást við utan vallar. Undarleg skýring umboðsmannsins skýrðist nokkuð þegar Golfweek.com birti í fyrradag frétt um að móðir Lexi, Judy, væri í meðferð við leghálskrabba. „Þetta hafa verið niðurbrjótandi fréttir fyrir alla Thompson fjölskylduna,“ sagði Bobby Kreusler, umboðsmaður Lexi og bræðra hennar, Curtis og Nicholas í viðtali við Beth Ann Nichols á Golfweek. Mamma Lexi, Judy, sem hafði áður þurft að kljást við brjóstakrabbamenn, fann fyrir einkennum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2017 | 10:00

Evróputúrinn: Fylgist með HNA Open de France HÉR:

Mót vikunnar á Evróputúrnum er HNA Open de France. Mótið fer fram Le Golf National golfvellinum í París og stendur dagana 29. júní – 2. júlí 2017. Þetta er í 101. skiptið sem mótið er haldið og verðlaunafé hefir aldrei verið hærra eða $ 7 milljónir. Meðal keppenda í mótinu eru Alex Noren, Renato Paratore, John Ram, Martin Kaymer og Ian Poulter. Eins keppa allir helstu kylfingar Frakklands þeir: Alexander Lévy, Victor Dubuisson, Grégory Havret, Raphaël Jacquelin og Romain Langasque. Til þess að fylgjast með HNA Open de France SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2017 | 07:40

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur hefur keppni í dag á Scottish Challenge – Fylgist með hér

Birgir Leifur Hafþórssson hefur leik í dag, á Scottish Challenge mótinu, en mótið er hluti  Áskorendamótaraðarinnar. Mótið fer fram á Macdonald Spey Valley GC, í Skotlandi, dagana 29. júní – 2. júlí 2017. Birgir Leifur á rástíma, akkúrat þegar þessi frétt er rituð kl. 7:40 að íslenskum tíma (þ.e. kl. 8:40 að staðartíma). Í ráshóp með Birgi Leif eru Lorenzo Gagli og Matt Ford. Til þess að fylgjast með skori Birgis Leifs á Scottish Challenge SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2017 | 21:00

LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni á KPMG risamótinu á morgun kl. 14:30

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur keppni á morgun á KPMG risamótinu. Mótið fer fram á Olympía Fields í Illinois og stendur dagana 29. júní-2. júlí 2017. Ólafía Þórunn fer út kl. 9:30 að staðartíma í Illinois, sem er kl. 14.30 að íslenskum tíma. Með Ólafíu í ráshóp eru hin bandaríska Annie Park og Wendy Doolan frá Ástralíu. Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni á KPMG risamótinu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2017 | 20:45

Viðtalið: Andri Steinn Sigurjónsson, GV

Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja hófst í dag og var Golf 1 á staðnum í glampandi sólskini og góðu veðri eins og best gerist í Eyjum. Einn þátttakenda er Andri Steinn og var eftirfarandi viðtal tekið við hann: Fullt nafn:  Andri Steinn Sigurjónsson. Klúbbur:  GV. Hvar og hvenær fæddistu?   24. ágúst 2001. Hvar ertu alinn upp?  Hér í Vestmannaeyjum. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er að fara í Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum í haust og vinn á sumrin við að slá garða. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Ég á foreldra og 5 systkini – Pabbi og einn eldri bróðir minn spila golf. Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Það var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2017 | 20:00

Daníel Ísak og Ragnar Már T-58 e. 2. dag Opna írska áhugamannamóts unglinga

Daníel Ísak Steinarsson GK og Ragnar Már Ríkarðsson, GM, hófu í gær leik á Opna írska áhugamannamóti unglinga eða m.ö.o. Irish Boys Amateur Open Championship. Mótið, sem er eitt sterkasta unglingamót Evrópu  fer fram í Castletroy GC á Írlandi, dagana 27.-30. júní 2017. Þátttakendur eru 144. Daníel Ísak og Ragnar Már eru báðir á sama skorinu eftir 2. dag þ.e. 9 yfir pari, 153 höggum; Daníel Ísak (76 77) og Ragnar Már (82 71) og T-58 þ.e. deila 58. sætinu með 4 öðrum kylfingum. Skorið er niður í mótinu eftir 3. keppnisdag. Sjá má stöðuna á Opna írska áhugamannamóti unglinga með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2017 | 19:00

Gísli Sveinbergs og Aron Snær Júlíusson hófu keppni í dag á Evrópumóti einstaklinga

Aron Snær Júlíusson, GKG og Gísli Sveinbergsson, GK hófu leik í dag á Evrópumóti einstaklinga. Þátttakendur í mótinu eru 144. Aron Snær lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-91, en Gísli var á 7 yfir pari, 79 höggum og er T-137 eftir 1. dag. Mótið fer fram á Walton Heath vellinum á Englandi. Walton Heath völlurinn er kannski þekktastur fyrir það að hafa haldið Ryder keppnina 1981 þar sem “draumalið” Bandaríkjanna rústaði því evrópska. Þetta mót er eitt allra sterkasta áhugamannamót í heiminum, og fær sigurvegarinn boð á Opna breska mótið í júlí. Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2017 | 18:00

LEK: „Okkar kylfingar stóðu sig af stakri prýði,“ sagði Jón B. Stefánsson

Landasamband eldri kylfinga hefur um árabil sent lið á Evrópumót eldri kylfinga 50+ ESGA. Í ár var ESGA mótið sem er stóra mótið hjá ESGA haldi í Póllandi 19. – 23. Júní 2017. Spilað var á tveim völlum í nágrenni GDYNIA við frábærar aðstæður. Meistaramótið sem er höggleikur án forgjafar fór fram á Postolowo með þáttöku 21 þjóðar. Bikarmótið sem er höggleikur með forgjöf fór fram á Sierra vellinun með þátttöku 23 þjóða. Bæði liðin stóðu sig frábærlega vel og enduðu hvor fyrir sig í 5 sæti og munaði aðeins einu höggi á Íslenska liðinu og því Sænska í Meistaramótinu og tveim höggum á Íslenska liðinu og því Spánska í Lesa meira