Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auðunn Einarsson – 24. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Auðunn Einarsson. Auðunn er fæddur 24. nóvember 1975 og er því 42 ára. Auðunn er klúbbmeistari Golfklúbbs Ísafjarðar 2011 og 2012. Hann varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSí, með liði GK, árið 2008… og þá er aðeins fátt eitt talið af afrekum Auðunns í golfíþróttinni. Auðunn er mörgum að góðu kunnur sem frábær golfkennari, var lengi starfandi hjá Golfklúbbnum Keili en eftir ársdvöl í Ástralíu sneri hann aftur til heimabæjarins, Ísafjarðar, þar sem hann kenndi golf. Auðunn hefir keppt í fjölmörgum opnum mótum og alþjóðlegum mótum. Hann reyndi m.a. fyrir sér á sænsku mótaröðinni 2007. Kona Auðuns er Kristín Rúnarsdóttir. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2017 | 15:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Alex Cejka (35/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2017 | 08:00

Day í 2. sæti á 2. degi Opna ástralska!

Í nótt var spilaður 2. hringurinn á 102. Emirates Australian Open, sem skartar nokkrum af skærustu stjörnum golfsins; Jordan Spieth sem á titil að verja og fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Jason Day. Mótið fer fram í The Australian Golf Club Rosebery, í Sydney, New South Wales, Ástralíu. Day er í 2. sæti á samtals 8 undir pari 134 höggum (66 68) aðeins 1 höggi á eftir heimamanninum, Lucas Herbert sem leiðir í hálfleik á samtals 9 undir pari (67 66 ). Jordan Spieth gengur ekkert í titilvörninni; hann er T-19 á samtals 1 undir pari, 141 höggi (70 71). Til þess að sjá stöðuna á Opna ástralska SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2017 | 06:00

Vika í að Ólafía keppi á Drottningarmótinu!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er í Evrópuúrvalinu sem valið var til að keppa í „Drottningarmótinu eða „The Queens“ sem fram fer í Japan eftir nákvæmlega viku . Mótið fór fyrst fram árið 2015 þar sem að úrvalslið frá atvinnumótaröðum í Japan, Kóreu, Ástralíu og Evrópu keppa í liðakeppni sem er með svipuðu fyrirkomulagi og Solheim – og Ryderbikarinn. Mótið fer fram á Miyoshi vellinum dagana 1.-3. desember og er Ólafía í hópi leikmanna sem valdir voru af LET Evrópumótaröðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur atvinnukylfingur er í slíku úrvalsliði. Evrópuliðið er þannig skipað: Gwladys Nocera (fyrirliði), Melissa Reid, Florentyna Parker, Annabel Dimmock, Felicity Johnson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Joanna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2017 | 05:45

Evróputúrinn: Chawrasia enn í forystu snemma 2. dags

Einn þekktasti kylfingur Indlands SSP Chawrasia er enn í forystu á móti vikunnar á Evróputúrnum, UBS Hong Kong Open, snemma 2. dags . Þegar Chawrasia hefir aðeins lokið 8 holum á 2. hring, en margir lokið 2. hring er Chawrasia með 3 högga forystu á næstu menn (Svíann Alexander Björk og Poom Saksansin frá Thaílandi, sem báðir hafa spilað á 2 hringi á samtals 5 undir pari). Chawrasia hefir samtals spilað á 8 undir pari, þegar hann á ólokið spili á 10 holum. Að sjálfsögðu getur staðan enn breyst. Fylgjast má með stöðunni á UBS Hong Kong Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2017 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Cristofer Blomstrand (1/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Íslenskur kylfingur var s.s. allir vita meðal keppenda, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, en hann komst því miður ekki í þennan 33 kylfinga hóp. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. 9 kylfingar deildu með sér 25. sætinu í ár; léku allir hringina 6 á samtals 13 undir pari. Til samanburðar má geta að Birgir Leifur lék 4 hringi á samtals 5 yfir pari, en hann komst ekki gegnum niðurskurð eftir 4 hringi. Byrjað verður í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Gauti Arnarson – 23. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins Arnar Gauti Arnarsson . Arnar Gauti er fæddur 23. nóvember 1998 og á því 19 ára afmæli í dag. Arnar Gauti er bæði Haukamaður og í Golfklúbbnum Keili Komast má á vefsíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan Arnar Gauti Arnarsson (19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ísafjarðar Bíó (82 ára); Vefspá Ragnhildar (61 árs); Kristín Þorvaldsdóttir, 23. nóvember 1958 (59 ára); Gary Rusnak, f. 23. nóvember 1962 (55 ára); Jerry Kelly, f. 23. nóvember 1966 (51 árs); Jerri Kotts-Barriga, 23. nóvember 1968 (49 ára); Paul Penny, f. 23. nóvember 1972 (45 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2017 | 10:00

Justin Thomas deilir sætri mynd af sér, Michelle Wie og Jordan Spieth

Justin Thomas tvítaði sætri mynd af sér og Michelle Wie og Jordan Spieth, þegar þau „voru enn lítil.“ Með myndinni skrifaði JT: „One great thing about being home… looking at old pictures. This one from 2007 in France with @themichellewie may be my favorite 😂😂😂 #superfan“ (Lausleg þýðing: Eitt af því frábæra við að vera heima er að líta á gamlar ljósmyndir. Hér er ein frá 2007 tekin í Frakklandi með @themichellewie sem er e.t.v. uppáhaldið mitt. Mikill aðdáandi.“)  


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2017 | 08:00

Day byrjar vel – Spieth strögglar á Opna ástralska

Í nótt var spilaður 1. hringurinn á 102. Emirates Australian Open, sem skartar nokkrum af skærustu stjörnum golfsins; Jordan Spieth sem á titil að verja og fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Jason Day. Mótið fer fram í The Australian Golf Club Rosebery, í Sydney, New South Wales, Ástralíu. Day átti frábæran hring og endurkomu eftir erfið bakmeiðsl en hann er aðeins 3 höggum á eftir forystumanninum og heimamanninum Cameron Davis, en Davis kom í hús á 8 undir pari, 63 höggum. Jason Day lék á 5 undir pari, 66 höggum og er T-3 þ.e. jafn 2 öðrum kylfingum, í 3. sæti eftir 1. dag. Jordan Spieth lék hins vegar á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2017 | 03:00

Evróputúrinn: Chawrasia og Fitzpatrick með forystu snemma dags á Hong Kong Open

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er UBS Hong Kong Open. Það fer fram á velli Hong Kong golfklúbbsins í Fanling, í Kína. Mótið er þegar hafið og þegar þessi frétt er skrifuð kl. 3:00 eru tveir í forystu SSP Chawrasia frá Indlandi og enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick. Þeir hafa báðir spilað á 4 undir pari og eiga 4 holur eftir óloknar.  Fjölmargir eiga eftir að ljúka leik og því gæti staðan auðvitað breyst. Fylgjast má með stöðunni á UBS Hong Kong Open með því að SMELLA HÉR: