Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2017 | 18:00

Birgir Leifur úr leik í Kína

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG er úr leik á Foshan Open, en mótið er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu og fer fram í Foshan golfklúbbnum, í Shishan Nanhai, Foshan, Kína.

Birgi Leif gekk mun betur á 2. hring en fyrsta lék á 1 undir pari, 71 höggum og fékk 3 fugla og 2 skolla.

Birgir Leifur lék á samtals 4 yfir pari, 148 höggum (77 71).

Því miður dugði það ekki til, en niðurskurður var miðaður við samtals 1 yfir pari eða betra.

Til þess að sjá stöðuna á Foshan Open SMELLIÐ HÉR:

Birgir Leifur keppir að því að tryggja sér sæti á Evróputúrnum á næsta ári og þarf á góðum árangri að halda í þeim 3 mótum Áskorendamótaraðar Evrópu sem eftir eru af keppnistímabilinu ætli hann sér það.