Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2017 | 05:00

Birgir Leifur á +5 e. 1. dag í Kína

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG lék nú í nótt 1. hring á Foshan Open, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu og fer fram í Foshan golfklúbbnum, í Shishan Nanhai, Foshan, Kína.

Birgir Leifur lék 1. hring á 5 yfir pari, 77 höggum.

Á hringnum fékk Birgir Leifur 13 pör og 5 skolla og er sem stendur T-112 þ.e. deilir 112. sætinu með 3 öðrum kylfingum.

Efstur eftir 1. hring er Englendingurinn Paul Howard á 5 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Foshan Open SMELLIÐ HÉR: 

Birgir Leifur keppir að því að tryggja sér sæti á Evróputúrnum á næsta ári og þarf á góðum árangri að halda í þeim 3 mótum Áskorendamótaraðar Evrópu sem eftir eru af keppnistímabilinu ætli hann sér það.