Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og Drake luku keppni T-5 í Iowa

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake, voru gestgjafar á Drake Bulldog Invitational.

Mótið fór fram í Norwalk, Iowa og  stóð dagana 9.-11. október.

Keppendur voru 44 frá 7 háskólum.

Sigurlaug Rún lék á samtals 22 yfir pari, 166 höggum (84 82) og hafnaði í 27. sæti í einstaklingskeppninni.

Lið Sigurlaugar Rún, Drake, varð T-5 í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Drake Bulldog Invitational SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Sigurlaugar Rún og Drake er í Newton, Kansas, nú eftir helgi þ.e. 16-17. október 2017.