Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2017 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og Drake luku keppni í 9. sæti í Kansas

Sigurlaug Rún Jónsdóttir og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake, tóku þátt í MVC Fall Preview mótinu, sem fram fór á Sand Creek Station Medal golfvellinum, í Newton, Kansas, dagana 16.-17. október.

Mótinu lauk í fyrradag. Þátttakendur voru 69 frá 11 háskólum.

Sigurlaug Rún lék á 17 yfir pari, 233 höggum (81 76 76 ) og lauk keppni T-20. þ.e. deildi 20. sætinu með 4 öðrum keppendum.

Drake lauk keppni í 9. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á MVC Fall Preview með því að SMELLA HÉR:

Þetta er síðasta mót Sigurlaugar Rún og Drake á haustönn, en næstu mót eru ekki fyrr en eftir áramót, á árinu 2018.