Saga Traustadóttir spielt Golf mit Colorado State
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2017 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Saga á samning hjá Colorado State!

Saga Traustadóttir, afrekskylfingur úr GR, hefir skrifað undir samning við Colorado State University og mun þeim næst spila í bandaríska háskólagolfinu.

Á facebook síðu sína skrifaði Saga:

í dag skrifaði ég undir samning við Colorado State University! 🙂 Eftir langt og krefjandi ferli er þetta loksins allt að gerast! Gríðarlega spennt að komast út í háskólagolfið og vera partur af þessu frábæra golfliði! 😀 Langar að þakka Berglindi og Benna sérstaklega fyrir alla hjálpina. Einnig langar mig að þakka Jussi, Simma og Sarah Glynn. Að sjálfsögðu líka mömmu og pabba. 😉 — feeling blessed at Colorado State University.“

Golf 1 óskar Sögu velfarnaðar og innilega til hamingju með áfangann!