Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2017 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar T-11 e. 2. dag á Valspar Collegiate

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu Minnesota State, taka þátt í móti í Flórída, sem nefnist Valspar Collegiate.

Það stendur dagana 19.-21. mars 2017 og eru þátttakendur 78 frá 14 háskólum.

Rúnar er T-11 þ.e. deilir 11. sætinu með 6 öðrum kylfingum.

Hann lék fyrstu tvo hringi mótsins á 2 yfir pari, 144 höggum (70 74).

Fylgjast má með Rúnari og Minnesota State með því að SMELLA HÉR: