Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Kent State lauk leik í 2. sæti á NCAA Washington Regionals

Bjarki Pétursson, GB, Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu Kent State taka þátt í NCAA Washington svæðismótinu.

Mótið fór fram í Aldarra golfklúbbnum í Sammamish í Washington, dagana 15.-17. maí 2017 og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 75.

Bjarki lauk keppni T-11, lék á samtals sléttu pari, 213 höggum (73 68 72).

Gísli lauk keppni T-29, lék á samtals 8 yfir pari, 221 höggi (71 75 75).

Kent State, lið þeirra Bjarka og Gísla varð í 2. sæti í liðakeppninni af 14 háskólaliðum, sem þátt tóku. Þetta þýðir að Bjarki, Gísli og félagar leika í landsúrslitunum.

Sjá má lokastöðuna á NCAA Washington Regionals með því að SMELLA HÉR: