Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2017 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Hafdís Alda og IUPUI luku keppni T-4 í Ohio

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GK 2017 og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, IUPUI, luku keppni í gær á Dayton Fall Invitational mótinu.

Mótið fer fram í NCR Country Club, í Kettering, Ohio.

Spilað var á Norðurvellinum (ens.: North Course) NCR, sem er par-70 og 5.826 yarda langur (5326 metra langur).

Það voru 90 keppendur frá 17 háskólaliðum, sem þátt tóku.

Hafdís Alda samtals á 13 yfir pari, 153 höggum (73 80) og varð T-25 í einstaklingskeppninni.

IUPUI, golflið Hafdísar Öldu í bandaríska háskólagolfinu varð T-4 í  liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Dayton Fall Inv. mótinu með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Hafdísar Öldu og IUPUI er í Indiana 23.-24. október n.k. og er það jafnframt lokamót haustannar og ekki önnur mót fyrr en eftir áramót þ.e. 2018 .