Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2017 | 15:25

Bandaríska háskólagolfið: Hafdís Alda lék í sínu fyrsta háskólamóti í Bandaríkjunum

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK er gengin til liðs við golflið háskólans síns í Bandaríkjunum, sem er með býsna langt nafn: Indiana University-Purdue University Indianapolis (alltaf skammst. IUPUI).

Hafdís Alda spilaði í sínu fyrsta móti með IUPUI og stóð sig bara vel!!! Mótið, Redbird Invitational fór fram 10.-11. september og gestgjafi var Illinois háskóli.

Hafdís Alda lék á samtals 22 yfir pari, 238 höggum (83 77 76) og varð T-37 af 75 keppendum frá 12 háskólum.

IUPUI varð í 8. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Redbird Inv. með því að SMELLA HÉR: